Saga hússins

Saga Hússins

Húsnæði Restaurant Reykjavíkur á sér langa sögu.

Það var C.P.A. Koch sem fékk árið 1863 leyfi til að byggja húsið með bryggju að framan, en leyfið fékkst með því skilyrði að gerð yrðu göng gegnum húsið að bryggjunni, aðgengileg almenningi.
Byggingin var þá aðeins á einni hæð, með þaki yfir ganginn að bryggjunni, og var notað sem vöruhús og skrifstofur fyrir sjópóstþjónustu.

Vegna staðsetningarinnar varð húsið að samkomustað sjómanna og annarra sem áttu erindi að bryggjunni.
Einnig var mikið líf á bryggjunni og við húsið í hvert sinn sem skip kom í land með bréfsendingar, sem oft innihéldu fréttir um ástvini handan hafs.
Það má einnig segja að húsið hafi verið einskonar borgarhlið, þar sem flestir sem áttu erindi í borgina frá landsbyggðinni fóru sjóleiðina, ásamt öllum þeim sem komu til landsins frá útlöndum.

Árið 1888 var ákveðið að númera öll hús í Reykjavík, Bryggjuhúsið fékk fyrsta númerið; Vesturgata 2, og var notað sem miðpunktur og öll götunúmer miðuðu út frá húsinu.
Húsið er semsagt bókstaflega í miðpunktur borgarinnar.

Í gegnum tíðina hefur byggingin síðan hýst: Margskonar verslanir, t.d. ÁTVR og vefnaðarvöru verslun, vöruhús, skrifstofuhúsnæði, blaðaútgáfur, kaffihús, skemmtistað, og er í dag eitt af stærstu veitingahúsum Reykjavíkur.

alafoss - Wull factory and shop, 1976

1910-1915-